föstudagur, apríl 27, 2007
miðvikudagur, apríl 25, 2007
þriðjudagur, apríl 24, 2007
Borg Engla og sólarvarnar

já góðan dag!
í borg englanna er ágætis veður, sól og blíða. annars munum við lítið vita af veðri því að nú byrja massívar æfingar allan daginn.
svo verður lagt af stað í eyðimörkina og spilað og svitnað á Coachella. Og hverju gleymdi ég, vitandi þess að við værum að fara í eyðimörk? rakatæki í fiðluna! en ég pantaði það á netinu og það ætti að koma í dag með expresshraða. samt grátlegt af því að ég fór í tónlistarbúð í NY og hugsaði, nei ég sleppi því núna. en svo þarf maður að greiða andvirði þriggja rakatækja í sendingarkostnað! jæja, allt fyrir hljóðfærin....
þessi mynd var sum sé tekin í stærstu búð í heimi, Macy's í New York. Eins og sést erum við Sigrún að reyna að ná áttum en þarna vorum við staddar á töskuhæðinni. Við hrökkluðumst fljótlega út og létum okkur nægja minni búðir.
Í Ameríku er allt stórt. í alvöru ég bjóst ekki við þessu svona rosalegu. maður getur eiginlega ekki klárað skammtana og hér fellur sú regla algerlega úr gildi að klára af disknum. Þá getur maður hreinlega fengið kransaæðastíflu á staðnum.
en já, morgunmaturinn bíður.....
kv.sigrún
sunnudagur, apríl 22, 2007
á ferð og flugi
já
ég er ekki enn búin að læra að setja myndir á þetta blessaða blogg.
það sem helst í fréttum er að við vorum víst í sjónvarpinu í gær. já takk fyrir 200 miljónir að horfa á okkur trutta á lúður.
en sem betur fer var þetta allt æft fram í þaula og við þurftum ekki að gera annað en að fylgja þeim sem komu og sóttu okkur, borða matinn sem var rétt að okkur og standa svo okkur fyrir framan kameruna. já þetta var soldið skrítið en gekk allt saman vel.
já í dag er ferðadagur og við erum akkúrat núna stödd inni á pakkfullum flugvelli. hér flæða pizzur og kleinuhringir innan um sveitta túrista í hvítum ferðafötum. Við Björk vorum vel seinar að vanda, og vorum mættar vel seint í lobbíið sveittar og þreyttar eftir að hafa farið með lyftuni á fleiri staði en við vildum.
leiðin liggur í sól og sumar til LA,
ég bið ykkur vel að lifa...
sigrun
ég er ekki enn búin að læra að setja myndir á þetta blessaða blogg.
það sem helst í fréttum er að við vorum víst í sjónvarpinu í gær. já takk fyrir 200 miljónir að horfa á okkur trutta á lúður.
en sem betur fer var þetta allt æft fram í þaula og við þurftum ekki að gera annað en að fylgja þeim sem komu og sóttu okkur, borða matinn sem var rétt að okkur og standa svo okkur fyrir framan kameruna. já þetta var soldið skrítið en gekk allt saman vel.
já í dag er ferðadagur og við erum akkúrat núna stödd inni á pakkfullum flugvelli. hér flæða pizzur og kleinuhringir innan um sveitta túrista í hvítum ferðafötum. Við Björk vorum vel seinar að vanda, og vorum mættar vel seint í lobbíið sveittar og þreyttar eftir að hafa farið með lyftuni á fleiri staði en við vildum.
leiðin liggur í sól og sumar til LA,
ég bið ykkur vel að lifa...
sigrun
föstudagur, apríl 20, 2007
einn af maurum....
komið nú sæl öll saman
jú við erum sem sé stödd hér í maurahrúgunnni í New York.
við fórum á æfingu í SNL í gær og þetta verður nú meira fjörið. Þátturinn er sem sé á staðartíma kl 23.30 ef einhvern langar til að vaka til mjög seint...
kv.Sigrún
jú við erum sem sé stödd hér í maurahrúgunnni í New York.
við fórum á æfingu í SNL í gær og þetta verður nú meira fjörið. Þátturinn er sem sé á staðartíma kl 23.30 ef einhvern langar til að vaka til mjög seint...
kv.Sigrún