mánudagur, október 30, 2006

mýrarsaga

Já í gær var brugðið sér í betri skó og haldið í átt að Smárabíói ásamt fjölda manns. Mýrin var fyrir valinu og var mikil spenna meðal bíógesta sem bruddu poppið í gríð og erg þegar upphafs sekúndur myndarinnar liðu á hvíta tjaldinu. Að mínu mati er þetta fínasta mynd, spennandi og flókin glæpasaga með íslenskum húmor eins og hann gerist bestur. Ég átti von á að myndin yrði brútal og svolítið ógeðsleg en hún er alls ekki svoleiðis. Mæli eingdregið með henni....



fleira var það ekki í bili

sunnudagur, október 15, 2006

tónleikar

ég minni á.....


að tónleikar Strakovsky Horo verða á föstudaginn næstkomandi á Hljómalind kl 22.00

tónleikarnir eru hluti af hliðardagskrá Air waves og því verða fleiri bönd á staðnum.
hljómsveitin mun leika nýtt prógramm, þar sem hið brjálaða balkanbít verður allsráðandi eins og fyrr.

ókeypis er inn á þessa tónleika

eigið náðugan sunnudag

kv.Sigrún

þriðjudagur, október 10, 2006

um almennt pauf

já....

hef verið að hugsa eins og fyrri daginn..og hef ekki komist að miklu frekar en fyrri daginn.
Maður fleytir sér gegnum uppmálaðan hversdagsleika vikunnar og lendir í alls kyns paufi, misskemmtilegu. En ég styð það. Ef maður næði að æfa öll heimsins likk og tónstiga á einni kvöldstundu væri þetta ekkert spennandi lengur. Hef verið að koma mér í einhvers konar átak í tónstigum og þá lendir maður fyrst í löngum ógöngum og þetta virðist vera bara sagan endalausa en svo dregur einhver upp gardínurnar fyrir mann og ýmislegt kemur í ljós.
Svo er það paufið,....maður fattar að það er ekki til það sem maður ætlaði að nota í kvöldmatinn og pirrast út í bíl í 10/11 og þakkar pent fyrir sovét ( öðru nafni euroshopper) hunangið og svitalyktareyðinn sem eru í alveg eins umbúðum...ekki það að ég noti svitalyktareyðinn í matinn en það fattast í bílnum að sú nauðþurft gleymdist í síðustu bæjarferð.

en þetta eru gullnu kodak mómentin sem gera tilveruna skemmtilegri. Pauf í rigningu með magnara út í bíl, skipulag hver fer með hverjum í bíl, pauf við að ná í alla, allir komnir í bíl á leið á tónleika (allt of sein), og svona mætti telja fram eftir götum landsins.......

ég vona að sem flestir njóti þess paufs og brasks sem fylgir næstkomandi dögum vikunnar.


lifið heil
Sigrún

þriðjudagur, október 03, 2006

án titils

flýtum okkur hægt, annars missum við af lífinu

það er gullmoli vikunnar hjá mér í bili...