mánudagur, janúar 21, 2008

í sidney............

miðvikudagur, janúar 16, 2008

flug, fílar og fýla!

vegna fjölda áskoranna hef ég ákveðið í einhverju ógnar jákvæðniskasti að blogga dulítið.

við erum sum sé komnar úr rosalegasta ferðalagi sem um getur á þessum túr.
þetta byrjaði vel þar sem við vorum veðurteptar á keflavíkurflugvelli í tvo tíma. Þegar við loksins fengum að fara var ég búin að leggja mig á gólfið og steinrotast og stelpurnar löngu farnar í vélina. Sem betur fer vakti mig góðhjörtuð bresk kona. Glæsileg byrjun það!
Nú, þegar á Heathrow var komið höfðum við 10 mínútur til að hlaupa inn í næstu vél. Við hlupum sveittar með töskur og hljóðfæri en okkur til mikillar ógleði var búið að loka innritunnunni og því þurftum við að bíða í 6 klukkutíma eftir næstu vél. Var því tekið með mestu ró þar sem allar erum við kunnugar Heathrow og eigum þar marga vini og kunningja sem við sendum allar jólakort og hangikjöt fyrir jólin.
Loks fengum við að stíga upp í fyrirheitna flugið og þá var flogið til Hong Kong. Þar var stigið út og skankarnir hreyfðir og maginn fylltur af dýrindis núðlum. Eitthvað var þó athyglin og þolinmæðin farin að bresta en enn höfðu menn og konur forðast allar blóðsúthellingar enda stendur Pollý-Önnu syndrómið í blóma þessa dagana.
Frá Hong Kong lá leið vor til Auckland, Nýja Sjálands. Við Harpa og Bergrún vorum orðnar nágrannar með stóru N-i þar sem við sátum saman báðar leiðir, enda á leið í land nágrannanna...MÚAHHAHA! Ekki öfunda ég bílstjórana sem sóttu okkur á flugvöllinn þar sem þeirra biðu tíu sveittar stelpur og megn táfýla.
Hvernig sem því líður komumst við á nokkurn vegin klakklaust á áfangastað. Allir fengu sínar töskur og hljóðfæri en hins vegar brá mér all svakalega þegar á hótelið var komið þegar ég uppgvötvaði að ég var komin með hinn svakalegasta bjúg á báða kálfa. Uss, ljótt var það! En ég fór snemma að sofa með fætur upp í loft og nú er þetta fíla-útlit horfið sem betur fer.
dagurinn var tekinn snemma í dag þar sem ég fór með Björk og Erlu í bæinn og fór í klippingu enda löngu komin tími til. Ætli maður grípi ekki í hljóðfæri og skrifi nokkur póstkort núna....ekki veitir af smá sargi og pústi eftir allt þetta rót..

jæja
bis leiter....


sigrún