Borg Engla og sólarvarnar
já góðan dag!
í borg englanna er ágætis veður, sól og blíða. annars munum við lítið vita af veðri því að nú byrja massívar æfingar allan daginn.
svo verður lagt af stað í eyðimörkina og spilað og svitnað á Coachella. Og hverju gleymdi ég, vitandi þess að við værum að fara í eyðimörk? rakatæki í fiðluna! en ég pantaði það á netinu og það ætti að koma í dag með expresshraða. samt grátlegt af því að ég fór í tónlistarbúð í NY og hugsaði, nei ég sleppi því núna. en svo þarf maður að greiða andvirði þriggja rakatækja í sendingarkostnað! jæja, allt fyrir hljóðfærin....
þessi mynd var sum sé tekin í stærstu búð í heimi, Macy's í New York. Eins og sést erum við Sigrún að reyna að ná áttum en þarna vorum við staddar á töskuhæðinni. Við hrökkluðumst fljótlega út og létum okkur nægja minni búðir.
Í Ameríku er allt stórt. í alvöru ég bjóst ekki við þessu svona rosalegu. maður getur eiginlega ekki klárað skammtana og hér fellur sú regla algerlega úr gildi að klára af disknum. Þá getur maður hreinlega fengið kransaæðastíflu á staðnum.
en já, morgunmaturinn bíður.....
kv.sigrún
1 Comments:
þið eruð sætar :)
svo var ég líka að horfa á SNL þáttinn á youtube (voða stalker)... en þessi kjólar eru alfeg killer.
kv. frá birm
Skrifa ummæli
<< Home