föstudagur, september 14, 2007

texas

já hæ!!!

nú erum við komin til Austin, Texas.
sitjum nokkarar í Lobbýi, sem oft áður og störum stjarfar á tölvuskjái í fríiu hótelneti.

Í dag skal spila á festivali hér í bæ og eru miklar umræður um hversu heitt verður á sviði. Við munum bar sviðna í bókstaflegri merkingu! Já, það er aðeins öðruvísi haustveður hérna heldur en heima. Rakinn er svo mikill að maður er jafn blautur þegar maður kemur inn og þegar maður fór úr sturtunni. En sem betur fer er Kaninn meðvitaður um raka-og hitastig þannig að loftræstingar innanhúss eru á fullu blasti svo að maður geti farið í lopapeysuna ef heimþráin sækir hart að.


en já
læt þetta duga í bili.

kv.Sigrún...

1 Comments:

Blogger Særún said...

Heldur betur rakablogg. Þarf ég að raka mig undir höndunum í þessum raka? Ha...

1:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home