þriðjudagur, september 11, 2007

....


Jú sælt veri fólkið!

Jæja, þá er veru vorr í Tóróntó, eða Þórutóft upp á alhýra, lokið.

Spilað var á eyju og gekk allt vel, bátsflutningar og annað. Fór hópur að skoða Niagra fossa og var það mikið oplevelsi.

einnig fóru sumir í ferð upp í turn nokkurn kenndan við CN, sendi hér með mynd af honum frá mínu sjónarhorni í vistarverum mínum...

Annars er ekki mikið annað fréttnæmt. Vesturálfan segir til sín með sinni miklu mannmergð og kurt og pí. Hér þykir móðins að óska hverjum öðrum alls hins góðs á komandi degi og borða rjómaost með beiglum...

En já, ég kveð að sinni.

Lifið heil.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home