þriðjudagur, maí 01, 2007

meira og meira....

já þessi ferð tekur á sig ýmsar myndir...

við erum sem stendur búsettar á hóteli sem er eins miðsvæðis og hægt er. Fáum Times Square beint í æð og gott betur en það. Hótelið er yfir 30 hæðir og búum við Björk á 26 hæð og unum okkur vel með nágrönnum vorum í næsta hóteli við hliðina á sem er svipað margar hæðir.
Fórum í afar stutta ferð til Boston til að hitta hornaviðgerðamann einn sem klippti ósæðina í horni Erlu í tvennt þannig að það er nú tvílembt. Nú, við fórum með eðalrútufyrirtækinu luckystar, sem er kínverstk gettó fyrirtæki sem selur ódýrar ferðir á mill NY og Boston. Ferðin gekk stórslysalaust fyrir sig en þó velti bílstjórinn því fyrir sér hvort að eitt dekkið hefði sprungið en fannst það nú vera óþarfi að æja á og athuga málið, heldur keyrði ótrauður áfram. Á tímabili hélt ég líka að glugginn sem ég sat við myndi skrölta af en merkilegt nokk, hann hékk í eins og hjólið. Nú, þegar á áfangastað var komið tóku á móti okkur þrír myndar úlfar sem sumir myndu kalla hunda en þegar hér er komið sögu hélt ég að þeir ætluðu að éta okkur þrjár lifandi og hornið með. En sem betur fer komu okkur til bjargar börn hornaviðgerðamannsins og tjáðu okkur að þetta væru sauðmeinlaus dýr rétt eins og kötturinn sem sat uppi á þaki í mestu makindum. skildum hornið eftir og héldum til vinafólks sem var voða skemmtilegt að komast aftur inn á heimili og smyrja brauðið sitt sjálfur aftur. Í dag eyddum við aftur fjórum og hálfum tíma í annar kínverskri rútu og vorum því orðnar nett þreyttar og sveittar eftir maraþonferð til Boston.

annars er allt í key eins og maður myndir segja á góðri íslensku og við höfum sennilega skannað flestar tegundir pizza og vatns og söknum skyrs og rúgbrauðs eins og ykkar allra.....


kv.að vestan...
sigrún og björk

1 Comments:

Blogger Unknown said...

Hahaha æji, hundar og þú, ég var búin að gleyma hræðslu þinni á þeim. :) Gott að allt gengur vel...

11:18 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home