fimmtudagur, júní 28, 2007

skundum til leiks/ back on track

jæja þá!

þá erum við aftur lagðar af stað. einir tónleikar að baki og upptökur líka í London.
Glastonbury var sennilega eitt af því rosalegasta sem ég hef upplifað hvað veðráttu varðar. Það var gersamlega allt blautt sem blautt gat orðið. Að ógleymdu drullusvaðinu sem er óneitanlega það mesta sem um getur...

Sem betur fer fengum við stígvél til að getað spígsporað um hverfið og þar var þriðja mubblan í samyrkjubúskap okkar Bjarkar keypt eða forlátur jakki sem nú ber hið virðulega nafn ; Glastonburyjakkinn. Annars samanstendur sameiginleg búslóð vor annars vegar af farsíma sem virkar bara í Bandaríkjunum og gefur frá sér ýmis óhljóð og hins vegar risastórri æpandi bleikri ferðatösku sem var prúttuð niður á götum New York.

að ógleymdu er hápunktur vikunnar klárlega þegar við Sigrún og Björk fórum að sækja drullug stígvélin í lobbýið á einu fínasta hóteli Brussels....frekar absúrt móment


nú liggur leið vor á eitt af þeim mörgu festivölum (beygjist eins og steinvala) í Belgíu og þaðan til Berlínar.

látum það gott heita í dag

_______________________________

dear friends

now we are again on tour.
one concert done and one recording in London over.
Glastonbury was probably one of the craziest things I have experienced, weatherwized. Everything was wet that could get wet! And not to mention all the mud.....if we wouldn't have had to go back to the bus, a mudbath would have been our only option!

luckyly we got boots to wear so we could walk around the area and it was there where me and Björk (my roomate) bought our thrid comunal thing. Now our comunal belongings are: a very loud mobile telephone that only works in usa and a huge pink suitcase which found somewhere in the streets of New York....

the highlight of the week is defenitely when i went with my friends to the lobby in Brussel's probably finest hotel to pick up the boots, coverd in mud from Glastonbury...rather absurd experience....!

now we are on our way to one of the festivals and tomorrow we will wake upp in Berlin....

until next...

Sigrún

2 Comments:

Blogger huldhaf said...

Hvenær spilið þið á Roskilde Festival? Eða spilið þið ekki örugglega þar? Og hvenær er Berlín? Pæling sko...

3:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Úff, held að allt stefni í að drullusvaðið í Glastonbury verði ekkert miðað við það sem spáir á Hróaskeldu...

En þú þarf varla að hafa áhyggjur af því. Fáið þið ekki rokkstjörnu-trítment þarna ytra? ;)

8:58 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home