fimmtudagur, desember 28, 2006

tónleikar á næstunni

jæja krakkar mínir

ég vona að allir hafi átt gleðileg Jól og allt það.

nú, þannig er nú staðan í dag að á morgun verða tónleikar í Hafnarfjarðarkirkju kl 20.00. Það er nú ekki í frásögur færandi en að þar verða eingöngu málmblástursleikarar að störfum undir nafninu ,,félagar úr Lúðrasveit Hafnarfjarðar''. Prógramið er tvískipt og í fyrri hlutanum mun Brasskvintett Hafnarfjarðar flytja nokkur verk eftir Bach, Grieg og Haendel ásamt sérstökum gestasöngvara Björk Níelsdóttur.

svo leika allir saman nokkra áramótasálma, tvö sólóstykki f.básúnu og horn og svo nokkur barokkverk eftir ýmsa höfunda.



einhverja aura kostar á atburðin en þó ekki úr hófi fram, kanski 5 til 10 hunda

fleira var það ekki í bili

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home