jú blessaðan
Sutundum er bara ágætt að taka sér einn dag til að hugsa og það hef ég gert í dag.
Hugsa um aðra og hugsa málið, hugsað sinn gang, hugsað og huxað.
Mér finnst það bara ágætt af og til, stundum festist maður hreinlega í manni sjálfum og fer bara hreinlega alltof djúpt. Svo er eins og maður vakni og gefui skít í þetta allt saman og reyni
bara aftur. Ég veit ekki en ég held að þetta sé viðloðandi við bransa nokkurn kennda við tónlist.
En svo var það einn daginn að ungmenni nokkur í Hafnarfirði tóku sig saman, settust upp í bíl og héldu af stað í Rauðagerði. Á leiðinni sóttu þau vin sinn sem beið við vegkantinn og veifaði rauðri öskju. Ungmennin í reiðinni vissu sem vel var að drengur þessi átti afmæli þennan sólríka dag og kváðu upp afmælisraul er hann lauk upp dyrunum. Á leiðinni var rauðka opnuð og kom í ljós hættulega gott súkkulaði sem var kjamsað á áleiðis. Nú, þegar í Rauðagerði var komið, stigu allir út, teygðu skankana og héldu á fyrirlestur þeirra Tyftarfélaga. Það var þar sem það gerðist.........
;)
Merkilegt þegar maður heyrir fólk sem maður kalla atvinnu tónlistarmann, tala um það sama sem maður er alltaf að paufast með; stress, stress og sjálfan sig.
Það var Jim Black sem lauk upp sinni viskuskjóðu á laugardaginn var og kom með gullmola minnar viku....ekki festast við spegilinn og sjá bara þig, lost í trommuæfingum. Mér fannst þetta bara nokkuð góð pæling með spegilinn.
orð mitt til þeirra (okkar!) sem paufast daga langa með hljóðfærið í fanginu eða munninum ;)
spilagleði og ekkert annað.....
þannig er allavega staðan í dag....
bis spaeter
Sigrún
Sutundum er bara ágætt að taka sér einn dag til að hugsa og það hef ég gert í dag.
Hugsa um aðra og hugsa málið, hugsað sinn gang, hugsað og huxað.
Mér finnst það bara ágætt af og til, stundum festist maður hreinlega í manni sjálfum og fer bara hreinlega alltof djúpt. Svo er eins og maður vakni og gefui skít í þetta allt saman og reyni
bara aftur. Ég veit ekki en ég held að þetta sé viðloðandi við bransa nokkurn kennda við tónlist.
En svo var það einn daginn að ungmenni nokkur í Hafnarfirði tóku sig saman, settust upp í bíl og héldu af stað í Rauðagerði. Á leiðinni sóttu þau vin sinn sem beið við vegkantinn og veifaði rauðri öskju. Ungmennin í reiðinni vissu sem vel var að drengur þessi átti afmæli þennan sólríka dag og kváðu upp afmælisraul er hann lauk upp dyrunum. Á leiðinni var rauðka opnuð og kom í ljós hættulega gott súkkulaði sem var kjamsað á áleiðis. Nú, þegar í Rauðagerði var komið, stigu allir út, teygðu skankana og héldu á fyrirlestur þeirra Tyftarfélaga. Það var þar sem það gerðist.........
;)
Merkilegt þegar maður heyrir fólk sem maður kalla atvinnu tónlistarmann, tala um það sama sem maður er alltaf að paufast með; stress, stress og sjálfan sig.
Það var Jim Black sem lauk upp sinni viskuskjóðu á laugardaginn var og kom með gullmola minnar viku....ekki festast við spegilinn og sjá bara þig, lost í trommuæfingum. Mér fannst þetta bara nokkuð góð pæling með spegilinn.
orð mitt til þeirra (okkar!) sem paufast daga langa með hljóðfærið í fanginu eða munninum ;)
spilagleði og ekkert annað.....
þannig er allavega staðan í dag....
bis spaeter
Sigrún
1 Comments:
Já, veistu. Það þýðir ekkert annað en að hafa gaman að þessu öllu saman :) Annars endum við öll inn´á Kleppi einn daginn ;) Bara slappa af og njóta hverrar stundar.
Bis dann, Huld :)
Skrifa ummæli
<< Home